top of page

Töfrafiskur

Uppskrift:

1 epli

1/2 - 1 tsk karrí

400 g ýsuflök

1/2 tsk salt

15 g smjör

1  dl rifinn ostur (17% fita)

1 tsk þurrkað dill til skrauts

 

Aðferð:

Ég byrjaði á því að flysja eplið, skera í bita og setja í smurt eldfast mót. Ég setti það inn í ofn í 5 mínútur. Á meðan eplin voru í ofninum hreinsaði ég fiskinn og skar í stykki (meðalstór) og setti þau ofan á eplabitana. Ég saltaði þetta svo og dreyfði smjörklípu yfir fiskinn. Ég setti eldfasta mótið inn í ofn í 7 mínútur. Seinasta sem ég gerði var að setja ost yfir allt og glóða aftur í 2 mínútur. 

  • b-facebook
  • Twitter Round
  • Instagram Black Round
bottom of page