top of page

Grænmetispottréttur

Uppskrift: 

800 g blandað, hreinsað grænmeti (4-5 tegundir)

t.d. gulrætur, gulrófur, kúrbítur og paprika, eða

hvítkál, kartöflur, sætar kartöflur og blómklál 

1-2 laukur (í sneiðum)

1-2 msk ólifuolía

1 dós kjúklingabaunir eða samsvarandi af þurrkuðum soðnum baunum

1 dl kjúklinga- eða grænmetissoð

1 dós niðursoðnir tómatar

1 tsk krosskúmen (cumin)

1 tsk kóríaner, kajenpipar, salt og svartur nýmalaður pipar

1-2 msk tómatmauk

 

Aðferð:

Ég byrjaði á því að léttsteikja laukinn og helti kryddjurtunum út í og lét krauma í smá stund. Næst hreinsaði ég og skar niður grænmetið (ég notaði kartöflu, sæta kartöflu, papriku og gulrætur) í hæfilega litla bita og setti í pottinn ásamt niðursoðnu tómutunum, safanum úr dósinni og grænmetissoðinu. Þetta fékk að vera á hellunni í smá tíma, eða þar til allt grænmetið var orðið meyrt. Seinast setti ég kjúklingabaunirnar út í og tómatmaukið og sauð þar til suðan kom upp. Þá var rétturinn tilbúinn og bar ég hann fram með kousous. 

 

  • b-facebook
  • Twitter Round
  • Instagram Black Round
bottom of page