Matur, menning, heilsa
Matarbloggið mitt
Bananabrauð
Uppskrift:
3-4 þroskaðir bananar
2 1/2 dl all-bran eða annað mjög trefjaríkt morgunkorn
1 dl matarolía
2 dl sykur
2 egg
5 dl hveiti
1 1/2 tsk lyftiduft
1/2 salt
1 dl grófsaxaðar hnetur
Aðferð:
Ég notaði sjálf all-bran í þessari uppskrift og pekanhnetur en það fyrsta sem ég gerði var að stappa saman bananana og hræra þá saman við all-bran. Það á að bíða í 3 mínútur og á meðan það beið, þeytti ég saman sykur, olíu og egg saman í annari skál. Bananahrærunni bætti ég svo saman við eggjablönduna ásamt hveiti, lyftidufti, salti og niðurskornum hnetum. Degið setti ég svo í smurt kökuform og bakaði í neðstu hillu við 180°C í um eina klukkustund.
Ég gat hreinlega ekki beðið eftir að smakka brauðið þegar það var tilbúið og stóðst það sko alveg mínar væntingar á bananabrauði og meira en það. Ég bauð systur minni að borða þetta með mér ásamt dóttur og það vakti mjög mikla lukku hjá þeim báðum.





