Matur, menning, heilsa
Matarbloggið mitt
Pönnukökur
Uppskrift:
2 1/2 Hveiti
1/4 tsk salt
1 tsk sykur
1/2 tsk lyftiduft eða 1/2 tsk sódaduft (natón)
1-2 egg
3-4 dl mjólk
25 gr smjörlíki, smör eða 2 msk matarolía
1/4 tsk vanillu-, sítrónu- eða kardemommudropar
eða 1 tsk vvanillusykur
(örlítill kanill)
Aðferð:
Ég byrjaði á því að sigta hveiti, salt, sykur og lyftiduft saman í eina skál. Næst blandaði ég helmingnum af mjólkinni saman við og hrærði þar til degið var orðið alveg kekkjalaust. Næst hræði ég eggin örlítið saman með gaffli og bætti þeim út í degið, ásamt restinni af mjólkinni. Ég bræddi smjör í örbylgjuofninum og lét út í. Einnig hægt að bræða smjörið á pönnukökupönnunni en ég þarf þess ekki því ég er með teflon pönnu og því óþarfi að láta smjör á pönnuna. Svo það síðasta sem ég gerði var að baka þunnar pönnukökur úr deginu.
Mér finnst mjög gaman að baka pönnukökur og hef gert það frá því ég var í grunnskóla. Þegar ég er í vinnunni minni á sambýlinu nota ég tvær pönnur og geri því alltaf tvö- til þrefalt deig.
Hér er myndband af því þegar ég bakaði eftir þessari uppskrift:
https://www.youtube.com/watch?v=PMx583rZR6I&feature=youtu.be