Matur, menning, heilsa
Matarbloggið mitt
Smásteik
Uppskrift:
400-500 g beinlaust kjöt, hjörtu eða nýru
3 msk matarolía
2 msk hveiti
1/2 tsk salt
örlítill pipar
1 laukur
1-2 gulrætur
lárviðarlauf
merían
3-4 dl kjötsoð (vatn og teningur)
Aðferð:
Fyrsta sem ég gerði var að hreinsa kjötið vel og þerraði það svo. Ég skar það svo í munnbita. Ég skar lauk (ég notaði rauðlauk því ég átti ekki venjulegan) í litla bita og gulrætur í bita. Ég setti svo hveiti, salt og pipar í poka og lét kjötbitana ofan í pokann og hristi svo vel. Ég hitaði matarolíu og brúnaði svo kjötbitana í heitri olíu á öllum hliðunum. Næst setti ég grænmetið saman við ásamt lárviðarlaufunum, merían og kjötsoðinu. Þetta fékk svo að sjóða við vægan hita þar til kjötið var tilbúið. Ég bar þetta svo fram með hrærðum kartöflum.
Hrærðar kartöflur
Uppskrift:
1/2 kg kartöflur
1/2 - 1 dl mjólk
1/2 - 1 tsk salt
örlítill pipar
(1/4 tsk paprika, múskat, sykur)
Aðferð:
Ég flysjaði kartöflurnar og skar í litla bita. Ég setti þær svo í pott og sauð með litlu saltlausu vatni. Ég notaði karöflusoðið af kartöflunum og bætti svolitlu af mjólkinni út í. Svo setti ég salt og pipar og hrærði með þeytara. Stappan var alveg fullkomin á þykkt og rann ekki út þegar ég lét hana með skeið á disk.










