top of page

Saltkjöt og baunir 

Uppskrift:

 

200 gr gular baunir

13 dl vatn

500 gr saltkjöt (helst leggir, kjötið skorið af beinum)

2-4 sneiðar beikon

1 meðalstór gulrófa

3-4 gulrætur

5 meðalstórar kartöflur

1/2 blaðlaukur eða 1 meðalstór laukur

100 gr hvítkál

nokkrir spergilkálskvistir

 

Aðferð:

Fyrst á að leggja baunirnar í bleyti og helst daginn áður því það styttir suðutímann til muna. Ég setti baunirnar í bleyti að morgni til eða um kl. 07.00. Næst setti ég restina af vatninu út í hjá baununum og sauð í um 30 mínútur. Ef baunirnar hefðu verið settar í bleyti daginn áður, hefði verið nóg að sjóða baunirnar í u.þ.b 15 mínútur. Mikil froða koma hjá baununum og fleytti ég henni ofan af. Samkvæmt uppskrift á næst að skera saltkjötið í bita og bæta því út í hjá baununum og sjóða í 50 mínútur. Ég var með heldur meira af saltkjöti en segir til í uppskrift og sauð ég því allt kjötið í sér potti til hliðar. Allt kjötið var ennþá á beinunum þegar ég sauð það, því þegar kjötið var tilbúið, notaði ég soðið af kjötinu til þess að þynna baunasúpuna örlítið. Ég setti beikonið út í hjá baununum og leyfði því að eldast þar. 

 

Á meðan kjötið og baunirnar suðu, notaði ég tímann til þess að hreinsa og skera niður grænmetið. Þegar það var hreint og niður skorið, bætti ég því út í (allt nema spergilkálið) hjá baununum og leyfði að sjóða í 15 mínútur. Ég gleymdi spergilkálinu en því má bæta út í hjá baununum og leyfa að sjóða í 5 mínútur til viðbótar. 

 

Þegar ég hafði soðið kjötið þar til það var fulleldað, setti ég það út í hjá baununum og grænmetinu og bar það fram. 

 

Í þetta skipti bauð ég vinkonu minni ásamt syni hennar í mat og voru þau bæði alveg virkilega sátt með svona íslenskan mat. Dóttir mín var einnig alveg mjög sátt með þennan góða mat. 

 

  • b-facebook
  • Twitter Round
  • Instagram Black Round
bottom of page