Matur, menning, heilsa
Matarbloggið mitt
Hversdagsbrauð
Uppskriftin:
4 dl heilhveiti
u.þ.b. 5 dl brauðhveiti
2 1/2 dl heitt vatn
2 1/2 dl köld mjólk
2 msk matarolía
3 tsk. þurrger
1 tsk. salt
1 egg
1 dl sesamfræ
Ég byrjaði á því að blanda saman heitu vatni og kaldri mjólk og passaði á því að blandan væri passlega heit (37°C). Næst setti ég þurrgerið og olíuna út í og hrærði örlítið. Ég setti hveitið og saltið út í, en ekki allt í einu og hrærði vel. Þegar það var orðið erfitt að hræra byrjaði ég að hnoða degið og bætti restinni af hveitinu út í. Þegar degið var orðið þannig að það festist hvorki við mig né skálina setti ég það í smurt jólakökumót. Ég setti degið inn í miðjan, kaldann ofninn og hitaði svo ofninn í 180°C. Þar fékk degið að bakast þar til það var orðið ljósbrúnt.
Brauðið var alveg virkilega girnilegt og bragðaðist mjög vel með smjöri og osti. Ég mun klárlega baka þetta brauð aftur.


