top of page

Heilsubrauð

Uppskrift:

4 dl hveiti

5 dl heilhveiti

5 dl rúgmjöl

2 dl hveiti

4 tsk lyftiduft

1 stk natron

1 tsk salt

10 dl léttsúrmjólk

 

Aðferð:

Fyrsta sem ég gerði var að hita ofninn í 180°C. Öllu var helt saman í skál og hrært eins lítið og hægt er.  Mér fannst degið alls ekki líta vel út eftir þessa hræringu. 

 

Næst smurði ég mót og setti degið í mótið. Þar sem þetta var mjög mikið deig þurfti ég á öðru móti að halda og smurði það því líka. Ég helti svo deginu í mótin og bakaði í 50 mínútur. Að 50 mínútum loknum tók ég brauðið út, en fann að það var alls ekki tilbúið svo ég setti það aftur í ofninn í samanlagt 20 mínútur en fannst það samt mjög skrítið eftir þann tíma. Þegar ég smakkaði það fannst mér það alveg virkilega skrítið á bragðið og mun ekki baka þetta aftur. 

  • b-facebook
  • Twitter Round
  • Instagram Black Round
bottom of page