Matur, menning, heilsa
Matarbloggið mitt
Löng hveitibrauð
Uppskrift:
250 gr hveiti (tæplega 8 dl)
2 1/2 tsk þurrger eða 25 gr pressuger
1 tsk salt
1 tsk sykur
1 msk matarolía
2 1/2 dl vel volgt vatn
1-2 dl hveiti til að hnoða upp í degið
Aðferð:
Það fyrsta sem ég gerði var að setja öll þurrefnin saman í skál, þ.e.a.s hveiti, þurrger, salt og sykur saman í skál og hræra. Næst helti ég volgu vatni út í ásamt olíunni og hrærði vel með sleif. Degið fékk svo að hefast á hlýjum stað í um 15 mínútur. Að hefingu lokinni hnoðaði ég degið upp aftur og bætti smá hveiti við. Ég fékk dygga aðstoð frá aðstoðamanni mínum við að ná svo öllu deginu úr skálinni og hnoðaði það á borðinu með örlitlu af hveiti.
Svo mótaði ég eina lengju úr deginu ásamt aðstoðarmanni mínum. Að því loknu skipti ég deginu í tvo jafn stóra hluta, leyfði þeim aðeins að jafna sig skar í þá grunni skurði með um það bil 5 cm millibili. Næst penslaði ég brauðin með eggi sem ég hafði þeytt örlítið með gaffli. Að lokum setti ég degið inn í miðjan ofninn við 225°C í 15 mínútur. Brauðið var virkilega gott og erum við mæðgur búnar að ákveða að þetta verður bakað aftur. Brauðið var borðað með kjötsúpu.




