Matur, menning, heilsa
Matarbloggið mitt
Jólakaka
Uppskrift:
100 gr smjörlíki eða 3/4 dl matarolía
125 gr sykur (1 1/2 dl)
2 egg
200 gr hveiti (um 3 1/2 dl)eða hveiti og heilhveiti
2 1/2 tsk lyftiduft
1/2 - 1 tsk steyttar kardemommur eða 1/4 tsk sítrónudropar
1 dl mjólk
1 dl rúsínur
Aðferð:
Áður en þessi kaka er bökuð þarf að taka eggin og smjörið út svo það verði lint og við stofuhita þegar það er notað.
Fyrsta sem ég gerði var að hræra lint smjörlíki og sykur saman í hrærivélinni eða þar til það var orðið frekar létt og ljóst. Næst setti ég eggin út í og hrærði vel. Degið aðskildist örlítið hjá mér svo ég bætti 2 msk af hveiti út í og hrærði. Þá varð degið mun betra.
Næst setti ég sigtuð þurrefni og vökva til skiptis út í skálina og hrærði. Mikilvægt er að hræra ekki mikið svo degið verði ekki seigt.Næsta sem ég gerði var að blanda rúsínum út í degið og svo setti ég degið í smurt mót og inn í ofn við 200°C í sirka 15 mínútur.



