top of page

Bollukaka með sesamfræjum

Uppskrift:

9 dl (eða um 450 gr)eða aðrar korntegundir

3 msk hveitiklíð

5 tsk þurrger

1 tsk salt

3 tsk púðursykur eða sykur

1 dl mjólk 

2 dl heitt vatn

2 egg 

5 msk matarolía 

 

Aðferð:

Í þessari uppskrift notaði ég hveiti og púðursykur en eins og stendur í uppskriftinni er einnig í boði að setja aðrar korntegundir og svo venjulegan hvítan sykur. Ég byrjaði á því að setja í skál þurrefnin en aðeins 6 dl af hveitinu. Ég þeytti svo eggin lauslega í skál og tók frá um 1 msk frá svo ég gæti notað það seinna til þess að pensla bollurnar. Næst blandaði ég heitu vatni saman við kalda mjólk og var mjólkurblandan því um 37°C. Henni var svo helt saman við þurrefnin ásamt eggjunum og matarolíunni. 

 

Ég notaði svo dálítið af hveitinu sem eftir var til þess að strá yfir degið í skálinni og lét svo þurrt stykki yfir skálina. Degið fékk svo að hefast a volgum stað í 10 mín. Þarna var degið frekar blautt ennþá, enda var ekki allt hveitið notað sem var gefið upp í uppsskriftinni.  Þegar degið var búið að hefast og lyfta sér, helti ég restinni af hveitinu ofan í skálina og hnoðaði vel saman eða eða þar til degið var orðið að fallegri kúlu og ekkert að deginu eftir fast við skálina.  

 

Næst mótaði ég tvær lengjur úr deginu og skar þær svo niður 30 jafn stóra bita. Úr bitunum gerði ég svo fallegar og jafnar bollur sem ég raðaði niður á bökunarpappír í bolluköku. Ég notaði svo eggin sem ég hafði tekið frá áður til þess að smyrja kökuna. Það var mjög tæpt að það hefði dugað svo næst mun ég taka aðeins meira til hliðar. Þegar því var lokið stráði ég svo sesamfræjum yfir alla bollukökuna og setti í ofn. Samkvæmt uppskrift hefði ég átt að leyfa bollunum að hefa sig í um 10 mínútur á bökunarpappírnum með stykki yfir, en ég hafði eiginlega ekki tíma til þess þannig að ég bakaði þær bara strax.

 

Bollukakan leit alveg virkilega girnilega út og gat ég hreinlega ekki beðið eftir að smakka. Ég fór ég með kökuna með mér í vinnuna daginn eftir og smakkaði hana þar ásamt samstarfsfélögum mínum og vorum sammála um að þetta væri bæði virkilega bragðgóðar bollur og litu fallega fallega út. Ég mun alveg pottþétt baka þessa aftur og hafa með einhverri góðri súpu.

 

 

  

  • b-facebook
  • Twitter Round
  • Instagram Black Round
bottom of page