Matur, menning, heilsa
Matarbloggið mitt
Steiktur fiskur
Uppskrift:
700 g heill fiskur eða 500 gr flök
1 1/2 msk hveiti, heilhveiti, rúgmjöl, hveitihýði eða brauðmylsna
1/4 - 1/2 tsk salt
örlítill pipar
50 gr smjörlíki eða 3-4 msk matarolía
Aðferð:
Fyrst byrjaði ég á því hreinsa fiskinn mjög vel og skar svo fiskinn niður í jafn stóra bita. Ég hitaði næst feitina á pönnu og blandaði á meðan mjöli og kryddi saman. Næst velti ég fiskstykkjunum upp úr mjölinu, og steikti svo fiskinn á báðum hliðum við meðalhita. Að lokum slökkti ég á hellunni en leyfði fisknum að eldast örlítið lengur á pönnunni. Með steiktum fisk er mjög gott að hafa brúnaðan lauk.
Uppskrift af brúnuðum lauk:
1-2 laukar
25 gr smjörlíki eða 1-2 msk matarolía
(tómatsneiðar)
Aðferð:
Ég byrjaði á því hreinsa laukinn og skera hann niður í þunnar sneiðar. Ég brúnaði hann í smjörinu á pönnunni og hrærði í lauknum á meðan hann brúnaðist. Þegar laukurinn var tilbúinn helti ég honum, ásamt smjörinu yfir fiskinn.
Ég gerði þennan fisk í vinnunni minni sem er á sambýli. Heimilismenn þar voru mjög ánægðir með fiskinn. Mjölið festist ekki alveg nógu vel á fisknum og leit hann því ekki mjög vel út, en hann var virkilega bragðgóður. Þar sem ég var að vinna og að elda, þá tók ég bara nokkrar myndir.


