top of page

Kjöt með karrísósu

Uppskrift: 

 

6 dl vatn

500-700 g lambaframhryggjasneiðar

1 1/2 tsk salt

3 gulrætur

4 meðalstórar kartöflur

 

Sósa:

3 dl kjötsoð

1 dl léttmjólk

2 1/2 msk hveiti

1/2 - 1 msk karrí

 

Aðferð:

Ég byrjaði á því að hita vatnið að suðu og á meðan það var að hitna, nýtti ég tímann til þess að hreinsa kjötið og skera sem mestu fituna í burtu. Næst setti ég kjötið út í sjóðandi vatnið. Í uppskrift er talað um að veiða froðuna af þegar soðið hafði í nokkra stund, en engin þörf var á því hjá mér. Kjötið á að sjóða í um það bil 40 mínútur og er um að gera að nýta tímann til þess að flysja gulræturnar og kartöflurnar og skera niður í bita. Þær eru svo settar út í pottinn og soðið í 10-15 mínútur. Að því loknu er kjötið ásamt grænmetinu veitt upp úr soðinu og sett á fat. Gott að setja á heitt fat svo það kólni sem minnst. 

 

Þá er komið að gerð sósunnar. Þá sigtar maður 3 dl af kjötsoðinu út í pott og leyfir suðunni að koma upp. Á meðan blandar maður saman í hristiglasi léttmjólkinni, heitinu og karríinu og hrist. Því er svo bætt út í soðið og hrært vel á meðan. Sósan á svo að sjóða í 3-5 mínútur. Ég helti svo sósunni yfir kjötið og bar þannig fram.

 

Ég bauð vinkonu minni í mat og kom sonur hennar með. Dóttir mín og sonur hennar borðuðu þetta með bestu lyst, en vorum við sammála um að okkur finnst kjötréttur í karrí ekkert rosalega spes. 

 

 

  • b-facebook
  • Twitter Round
  • Instagram Black Round
bottom of page