top of page

Sólkjarnabrauð

Uppskrift:

25 gr pressuger

2 1/2 dl volgt vatn

1/2 tsk salt

1 msk sykur

3/4 dl léttristuð sesamfræ

3/4 dl léttristuð sólblómafræ

1 1/2 heilhveiti

4 dl hveiti

2-3 msk matarolía

egg til penslunnar 

 

Skraut: 

Sólblómafræ (ég notaði graskersfræ) 

 

Aðferð:

Fyrst lét ég gerið út vatnið og blandaði svo saman þurrefnunum, hveiti (mest öllu), salti, sykri, heilhveiti og fræjunum saman í skál og fékk aðstoðarmann minn í það að blanda þeim saman. Næst helti ég olíunni og gerblöndunni saman við þurrefnin og blandaði vel saman. Deginu var svo leyft að hefast í klukkutíma. Að hefunartíma loknum hnoðaði ég degið aðeins upp og skipti því svo í þrjá jafn stóra hluta.

 

Úr einum hlutanum gerði ég eina stóra bollu og úr hinum tveimur gerði ég 6 litlar bollur og raðaði fallega í kringum bolluna. Svo penslaði ég og dreyfði svo graskersfræjum yfir. Mér finnst graskersfræ svo ótrúlega góð að ég ákvað að setja þau á þetta girnilega brauð. Brauðið fékk svo að hefast aftur á bökunarpappír í hálftíma.

 

Næst setti ég brauðið inn í ofn og bakaði í 30 mínútur við 200°C. Þá var brauðið orðið fallega brúnt á litinn. Ég bar brauðið fram með spergilkálssúpu. Ég bauð móður minni í mat þetta kvöld og vorum við báðar sammála um að þetta væri alveg ótrúlega gott brauð með smjör og osti. 

  • b-facebook
  • Twitter Round
  • Instagram Black Round
bottom of page