top of page

Steiktar kótelettur

Uppskrift:

 

4-6 kótelettur (lamba, svína, kálfa) eða

2-4 kjötsneiðar

2-3 msk matarolía

salt, pipar, paprikuduft og fleira krydd

 

Aðferð:

Ég byrjaði á því að hreinsa kjötið mjög vel og barði það með buffhamri. Næst velti ég kjötinu upp úr raspi og kryddi sem ég hafði blandað saman. Ég brúnaði kjötið á báðum hliðum á pönnu þar sem ég hafði hitað olíuna. Samkvæmt uppskrift er gott að setja kalda feiti út á pönnuna til þess að draga úr hitanum þegar kóteletturnar voru tilbúnar. Kóteletturnar voru á pönnunni þar til það var orðið gegnsteikt. Næst setti ég kóteletturnar á heitt fat. 

 

Ég hitaði vatn í katli og sett út á pönnuna og bætti kjötkrafti út í. Þegar soðið var tilbúið setti ég kóteletturnar aftur ú á pönnuna og bar matinn fram á pönnunni. Með kótelettunum bar ég fram nýuppteknar kartöflur og sítrónubáta. 

 

Þennan mat eldaði ég heima hjá föður mínum og konu og borðaði dóttir mín með. Föður mínum og dóttur fannst þetta alveg virkilega góður matur, en bæði mér og konu hans fannst of mikið olíubragð af kótelettunum og vorum sammála um að í svona rétti væri betra að nota smjör. 

  • b-facebook
  • Twitter Round
  • Instagram Black Round
bottom of page