Matur, menning, heilsa
Matarbloggið mitt
Eplakaka
Uppskrift:
100 gr smjörlíki
100 gr sykur (1 1/2 dl)
1 egg
150 gr hveiti (um 3 dl)
(2 msk kókosmjöl)
1 dl mjólk
1/2 tsk vanilludropar
1 epli
kanilsykur eða sykur og kókosmjöl
Aðferð:
Byrja á því að taka út smjörið og eggið svo það sé við stofu þegar það er notað. Næst hræri ég lint smjörlíkið og sykurinn saman í hrærivélinni þar til það var orðið létt og ljóst. Þá setti ég eggið út í og hræði vel saman. Degið aðskildi sig aðeins svo ég setti örlítið hveiti út í og hrærði. Næst setti ég þurrefnin, mjólkina og vanilludropana út í og hrærði vel.
Næst smurði ég mót og setti degið í mótið, raðaði eplunum yfir degið og stráði svo kanilsykri yfir.
Ég þurfti reyndar að gera þessa köku tvisvar þar sem ég gleymdi að setja mjólkina í degið í fyrra skiptið en vorum við starfsmenn á sambýlinu sammála því að hún væri alls ekki vond.





