top of page

Spergilkálssúpa

Uppskrift:

1 lítill laukur

2 meðalstórar kartöflur

200 g spergilkál

7 dl vatn

1 nautakjötsteningur (eða eftir smekk)

75 g rjómaostur (22% fita)

1 dl léttmjólk

1 tsk þurrkuð basilika

 

Aðferð:

Fyrst byrjaði ég á því að flysja laukinn og kartöflurnar og skera í litla bita. Ég skar spergilkálið og klauf það í kvisti og setti svo allt út í sjóðandi vatn. Næst setti ég kjötkraftinn út í og sauð í 15 mínútur. Ég setti súpuna í blandarann minn og maukaði súpuna. Svo setti ég rjómaostinn út í og hrærði vel á meðann hann báðnaði og bætti svo mjólkinni út í. Seinast lét ég svo basilikuna út í og hrærði vel saman. 

 

Ég bauð mömmu minni í mat og snæddum við okkur á spergilkálssúpu ásamt brauði sem ég hafði bakað. Ég bakaði sólblómabrauð og fannst okkur þetta passa alveg virkilega vel saman. 

  • b-facebook
  • Twitter Round
  • Instagram Black Round
bottom of page